Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Dwight Howard hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi í garð karlmanns að nafni Stephen Harper.
Harper hefur höfðað einkamál á hendur Howard, sem lék lengst af í NBA-deildinni. Harper sakar Howard um kynferðisofbeldi, líkamsárás og að hafa haldið sér nauðugum.
Howard neitar sök í öllum liðum og hefur óskað eftir því að málið verði látið niður falla. Hann kveðst hafa haft samræði við Harper með samþykki hans í júlí árið 2021 á heimili Howards í Atlanta.
Á síðasta tímabili lék hann fyrir Taoyuan Leopards í Tævan eftir að hafa á undan leikið allan ferilinn í NBA-deildinni, þar sem Howard varð meðal annars meistari með LA Lakers árið 2020.