Njarðvík aftur á sigurbraut

Jana Falsdóttir skýtur að körfu Fjölnis í kvöld. Margrét Blöndal …
Jana Falsdóttir skýtur að körfu Fjölnis í kvöld. Margrét Blöndal er til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njarðvík hafði betur gegn Fjölni, 76:61, í lokaleik sjöundu umferðar úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Grafarvogi í kvöld.

Komst Njarðvík þar með aftur á sigurbraut eftir tap fyrir Stjörnunni í síðasta leik og er liðið með tíu stig, eins og Grindavík og Valur í 2.-4. sæti. Fjölnir er í áttunda með fjögur stig.

Fjölniskonur voru sterkari í fyrri hálfleik og fóru með 41:35-forskot inn til búningsherbergja. Njarðvík svaraði í þriðja leikhluta, því staðan eftir hann var 55:53, Njarðvík í vil. Njarðvíkingar voru svo mun sterkari í fjórða leikhlutanum.

Hin króatíska Anðela Strize skoraði 20 stig fyrir Njarðvík og Tynice Martin gerði 17 stig og tók sjö fráköst.

Raquel Laneiro skoraði 17 stig, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Fjölni. Korinne Campbell bætti við 14 stigum og tíu stoðsendingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert