Stjarnan er með sex stig eftir sigur á Val, 86:77, í efstu deild karla í körfuknattleik en leikið var á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var hluti af 5. umferð deildarinnar. Stjörnumenn náðu því að jafna Valsmenn að stigum.
Stjörnumenn mættu líflegir í leikinn og komust fljótlega í 7:2 forystu í fyrsta leikhluta. Þá tóku Valsmenn við sér með þá Kristófer Acox og Joshua Jefferson í fararbroddi og náðu fljótlega undirötkunum í leiknum.
Stjörnumenn voru þó aldrei langt undan. Valur náði mest 12 stiga forskoti í öðrum leikhluta en þann mun minnkaði Stjarnan. Staðan í hálfleik 47:40 fyrir Val.
Síðari hálfleikur var magnaður. Stjörnumenn mættur dýrvitlausir í þriðja leikhlutan og náðu 12:0 kafla sem kom þeim í fína forystu. Valsmenn náðu að jafna leikinn og komast einu stigi yfir í stöðunni 55:54 en þá tóku Stjörnumenn aftur við sér og náðu mest tíu stiga forskoti í stöðunni 71:61 og aftur í stöðunni 83:73.
Valsmenn reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn í fjórða leikhluta en þeir áttu ekki svör við frábærum leik Stjörnunnar í kvöld sem var mun sprækari aðilinn í leiknum heilt yfir.
Stigahæðstur í liði Stjörnnunnar var Ægir Þór Steinarsson með 19 stig en í liði Vals var Josh Jefferson með 25 stig.