Körfuknattleiksstjarnan Stephen Curry tryggði liði sínu Golden State Warriors sigur á Oklahoma City Thunder, 141:149, á lokasekúndunni í bandaríska NBA-körfuboltanum í Oklahoma í nótt.
Curry keyrði á körfuna þegar örfáar sekúndur voru eftir og skoraði flautukörfu. Hann var annars með 30 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar. Hjá Oklahoma var Chet Holmgren stigahæstur með 24.
Golden State hefur farið vel af stað en liðið er með fimm sigra og eitt tap. Þá er Oklahoma með þrjá sigra og þrjú töp.
Þá stálu Evrópubúarnir senunni enn einu sinni í leik meistara Denver Nuggets og Dallas Mavericks í Denver í nótt.
Denver vann leikinn með 11 stigum, 125:114, en Nikola Jokic skoraði 33 stig, tók 14 fráköst og gaf níu stoðsendingar í liði Denver. Þá skoraði Luka Doncic 34 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Dallas.
Meistarar Denver byrja einnig vel, 5:1, en Dallas er með 4:2.
Þá vann Milwaukee Bucks góðan fimm stiga heimasigur á New York Knicks, 110:105. Stórleikur Jalen Brunson í liði New York dugði ekki en hann skoraði 45 stig. Hjá Milwaukee var Damian Lillard stigahæstur með 30.
Önnur úrslit næturinnar:
Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 121:116
Chicago Bulls - Brooklyn Nets 107:109
Miami Heat - Washington Wizards 121:114
Portland Trail Blazers - Memphis Grizzlies 115:113