Kevin Durant skoraði 31 stig, tók 8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar fyrir Phoenix Suns er liðið heimsótti Philadelpia 76ers í dag.
Stórleikur Durant dugði þó ekki til því heimamenn fóru með sigur af hólmi, 112:100.
Joel Embiid var stigahæstur í annars jöfnu liði Philadelhia með 26 stig og þá tók hann 11 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.
Philadelphia er í 2. sæti Austur-deildarinnar með fjóra sigra að loknum fimm leikjum en Phoenix er í 12. sæti Vestur-deildarinnar með tvo sigra að loknum sex leikjum.