Styrmir góður í heimasigri

Styrmir Snær Þrastarson í leik með Þór Þorlákshöfn.
Styrmir Snær Þrastarson í leik með Þór Þorlákshöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Styrm­ir Snær Þrast­ar­son skoraði 19 stig, tók 2 fráköst og gaf eina stoðsendingu á þeim rúmu 22 mínútum sem hann lék í 89:78-heimasigri Belfius Mons á Okapi Alast í BNXT-deildinni í körfubolta, sameiginlegri deild Belgíu og Hollands, í kvöld.

Hefur leikið vel

Belfius er með 7 stig í 10.-11. sæti í deildinni að loknum 6 leikjum ásamt andstæðingum kvöldsins.

Styrmir hefur leikið vel með Belfius eftir að hann gekk til liðs við belgíska liðið í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert