Sex lið jöfn á toppnum

Chaz Williams lék mjög vel með Njarðvík.
Chaz Williams lék mjög vel með Njarðvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njarðvík vann í kvöld 99:93-útisigur á Breiðabliki í 6. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta. Var sigurinn kærkominn fyrir Njarðvík, eftir tvö töp í röð. Breiðablik er enn án stiga.

Með sigrinum fór Njarðvík upp í átta stig og er liðið eitt sex liða sem eru efst með átta stig, í ótrúlega jafnri deild.

Fyrri hálfleikur var jafn stærstan hluta og var staðan eftir hann 47:46, Breiðabliki í vil. Njarðvík vann annan leikhluta 23:17 og var síðan töluvert sterkari aðilinn í fjórða og síðasta leikhlutanum.

Chaz Williams skoraði 30 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðendingar fyrir Njarðvík. Dominykas Milka bætti við 25 stigum og 16 fráköstum.

Snorri Vignisson skoraði 29 stig og tók tíu fráköst fyrir Breiðablik. Keith Jordan gerði 22 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert