Njarðvík vann meistarana í framlengingu

Mario Matasovic átti góðan leik.
Mario Matasovic átti góðan leik. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Njarðvík vann Íslandsmeistara Tindastóls 101:97 í 7. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta á heimavelli sínum í Ljónagryfjunni í kvöld. Með sigrinum eru Njarðvíkingar áfram á toppnum með 10 stig eftir 7 leiki.  ík klukkan 19.15 í kvöld.

Leikmenn Tindastóls voru sterkari í fyrsta leikhluta og komust mest 6 stigum yfir 12:6. Þá hrukku Njarðvíkingar í gang og náðu að jafna leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta jöfn 15:15. Bæði lið klikkuðu mikið á skotum sínum í fyrsta leikhluta og var eins og liðin væru ekki alveg tilbúin í þennan spennuleik. 

Í öðrum leikhluta náðu Njarðvíkingar forystu í fyrsta sinn en gestirnir jöfnuðu þó aftur og komust yfir. Við það kviknaði aftur í Njarðvíkingum sem komust aftur yfir leiddu að lokum í hálfleik 39:33.

Síðari hálfleikur byrjaði með látum og settu bæði lið niður hverja þriggja stiga körfuna á fætur annari og náðu gestirnir að minnka muninn niður í minnst 3 stig í 49:46. Þá tóku Njarðvíkingar enn og aftur við sér og svöruðu með ítrekuðum þriggja stiga körfum. Njarðvíkingar náðu mest 11 stiga forskoti í þriðja leikhluta en gestirnir úr Tindastóli náðu að minnka þann mun niður í 6 stig fyrir lok þriðja leikhluta 67:61.

Fjórði leikhluti var æsispennandi. Leikmenn Tindastóls náðu að minnka muninn niður í þrjú stig þegar að Benedikt þjálfari Njarðvíkur tók leikhlé og hélt reiðilestur yfir varnarleik sinna manna.

Eftir það tók við stórkostlegur kafli hjá Njarðvík með Luke Moyer í broddi fylkingar sem setti niður þrjár þriggja stiga körfur og komust Njarðvíkingar í 11 stiga forskot á nýjan leik 80:69. Það dugði heimamönnum ekki því lokasekúndurnar voru æsispennandi og endaði 4. leikhluti jafn 88:88 og þurfti að framlengja.

Njarðvíkingar reyndust síðan sterkari í framlenginunni, komust yfir og misstu aldrei niður forskotið. Þeir unnu síðan leikinn að lokum 101:97.

Stigahæstir í liði Njarðvíkur voru þeir Chaz Williams með 21 stig og Domynikas Milka og Mario Matasovic með 20 stig.

Í liði Tindastóls var Callum Lwson stigahæstur með 28 stig og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með 19 stig. 

Njarðvík 101:97 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert