LeBron hetjan í Los Angeles

LeBron James var sáttur eftir sigurinn í nótt.
LeBron James var sáttur eftir sigurinn í nótt. AFP/Katelyn Mulcahy

LeBron James reyndist hetja LA Lakers þegar liðið tók á móti Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik í Los Angeles í nótt.

Leiknum lauk með naumum sigri LA Lakers, 105:104, en James tryggði Lakers sigurinn þegar hann setti niður vítaskot þegar tvær sekúndur voru til leiksloka.

James gerði sér lítið fyrir og skoraði 37 stig í leiknum, ásamt því að taka sex fráköst og gefa átta stoðsendingar en Dillon Brooks var stigahæstur hjá Houston með 24 stig.

LA Lakers er í sjötta sæti Vesturdeildarinnar með átta sigra og sex töp en Houston er í sjöunda sætinu með sex sigra og fimm töp.

Úrslit næturinnar í NBA:

Dallas – Sacramento 113:129
Memphis – Boston 100:102
Utah – Phoenix 137:140
Portland – Oklahoma City 91:134
LA Lakers – Houston 105:104
Cleceland – Denver 121:109
Indiana – Orlando 116:128
Toronto – Detroit 142:113
Brooklyn – Philadelphia 99:121

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert