Haukar unnu í kvöld 82:77-útisigur á Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Sigurinn var kærkominn fyrir Haukaliðið eftir fjóra tapleiki í röð í deildinni.
Haukar eru nú í sjöunda sæti með átta stig og Fjölnir í sæti neðar með sex.
Var fyrri hálfleikinn mjög sveiflukenndur, því Haukar voru með 24:10-forskot eftir fyrsta leikhlutann, en Fjölnir svaraði með 35:17-sigri í öðrum leikhluta. Var Fjölnir því með 45:41 forskot í hálfleik.
Haukar voru hins vegar sterkari í seinni hálfleik, unnu þriðja leikhlutann 14:11 og fjórða og síðasta leikhlutann 27:21.
Landsliðskonan unga Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 31 stig fyrir Hauka og Þóra Kristín Jónsdóttir 17 og gaf níu stoðsendingar.
Raquel Laneiro skoraði 31 fyrir Fjölni, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Korinne Campbell gerði 25 stig og tók 13 fráköst.