Breiðablik vann botnslaginn

Breiðablik vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í kvöld.
Breiðablik vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Breiðablik vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í úrvalsdeild kvenna í körfubolta er liðið lagði Snæfell að velli í Stykkishólmi. Urðu lokatölur 83:75.

Fyrir leikinn voru liðin þau einu sem voru enn stigalaus, en Breiðablik er nú með tvö stig, en Snæfell enn án stiga.  

Var Breiðablik með 38:35 forystu í hálfleik, eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik. Munaði svo tveimur stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 59:57. Eftir spennandi lokakafla hafði Breiðablik loks betur.

Brooklyn Pannell átti stórleik fyrir Breiðablik, skoraði 36 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sóllilja Bjarnadóttir gerði 15 stig.

Shawnta Shaw skoraði 27 stig og tók 11 fráköst fyrir Snæfell og Mammusu Secka gerði 18 stig og tók 15 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert