Leik Þórs frá Akureyri og Keflavíkur í úrvalsdeild kvenna í körfubolta hefur verið frestað vegna veðurs, en hann var á dagskrá klukkan 20:15 í kvöld.
Var flugi Keflavíkur liðsins til Akureyrar aflýst vegna ófærðar og er nú unnið að því að finna nýjan leikdag.
Keflavík er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir átta leiki. Nýliðar Þórs eru í sjötta sæti með átta stig.