Galið að hann hafi verið valinn bestur

„Mér finnst galið að það séu öðruvísi reglur í NBA en annarsstaðar,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Ólafur, sem er 32 ára gamall, hefur verið einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar undanfarin ár en hann horfði mikið á NBA-deildina í körfubolta þegar hann var yngri.

Besti leikmaðurinn kemur frá Evrópu

„Það eru hrottalegir íþróttamenn þarna en í dag, ef þú horfir á topp 10 listann yfir bestu leikmenn deildarinnar, þá eru allavega fjórir til fimm Evrópubúar,“ sagði Ólafur.

„Nikola Jokic er besti leikmaður deildarinnar í dag og það var galið að Joel Embiid hafi verið valinn besti leikmaður deildarkeppninnar á síðustu leiktíð.

Jokic, Doncic og Antetokounmpo hafa allir talað um það að reglur deildarinnar geri þeim auðveldara um vik því það má sem dæmi ekki spila hjálparvörn í deildinni,“ sagði Ólafur meðal annars.

Viðtalið við Ólaf í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Joel Embiid var valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Joel Embiid var valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. AFP/Todd Kirkland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert