Glæsilegur sigur nýliðanna

Daniel Love skýtur að körfu Valsmanna í kvöld. Antonio Monteiro …
Daniel Love skýtur að körfu Valsmanna í kvöld. Antonio Monteiro er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Nýliðar Álftaness unnu í kvöld glæsilegan 73:67-heimasigur á Val í 8. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta á Álftanesi.

Úrslitin þýða að Valur og Álftanes eru tvö sex liða sem eru með tíu stig,tveimur stigum á eftir toppliði Njarðvíkur.

Valsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik og voru með fimm marka forskot eftir hann, 43:37.  Álftanesi tókst að jafna og komast yfir með góðum þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 57:55.

Álftnesingar voru að lokum sterkari í fjórða leikhlutanum og sigldu þeir sætum sigri í höfn.

Douglas Wilson skoraði 23 stig og tók 14 fráköst fyrir Álftanes. Haukur Helgi Pálsson gerði 16 stig og tók níu fráköst.

Josh Jefferson skoraði 22 stig fyrir Val og Kristinn Pálsson gerði 14 stig og tók átta fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert