Höttur stöðvaði sigurgöngu Stjörnunnar

Deontaye Buskey, lengst til hægri, átti góðan leik í kvöld.
Deontaye Buskey, lengst til hægri, átti góðan leik í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Höttur stöðvaði í kvöld fimm leikja sigurhrinnu Stjörnunnar er liðið fagnaði 89:72-heimasigri á Garðbæingum á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Eru liðin nú bæði með tíu stig, tveimur á eftir toppliði Njarðvíkur.

Hattarmenn náðu undirtökunum snemma leiks og var staðan í hálfleik 40:33. Höttur vann svo þriðja leikhlutann 29:21 og var sigurinn ekki í hættu í fjórða og síðasta leikhlutanum.

Matej Karlovic kom sterkur inn af bekknum hjá Hetti og skoraði 28 stig og tók átta fráköst. Deontaye Buskey gerði 20 stig og gaf sjö stoðsendingar.

Ægir Þór Steinarsson skoraði 17 stig og tók sjö fráköst fyrir Stjörnuna og James Ellisor gerði 17 stig og tók níu fráköst.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert