Íslandsmeistarar Tindastóls komust aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið lagði Hauka að velli á heimavelli sínum á Sauðarkróki í kvöld, 78:68.
Tindastóll náði undirtökunum snemma leiks og var staðan í hálfleik 41:32. Tindastóll vann svo þriðja leikhlutann með fimm stigum og tókst Haukum ekki að jafna í fjórða og síðasta leikhlutanum.
Tindastóll er nú með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði Njarðvíkur. Haukar eru í tíunda sæti með fjögur stig.
Adomas Drungilas skoraði 22 stig og tók tíu fráköst fyrir Tindastól og Callum Lawson gerði 18 stig. Osku Heinonen og David Okeke gerðu 14 stig hvor fyrir Hauka.