Tímabilið búið hjá Njarðvíkingnum

Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga sagðist vera nokkuð hissa á því að hafa landað 27 stiga sigri í kvöld gegn Þór úr Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Benni átti von á sterkari Þórsurum en hrósaði sínu liði fyrir frábæran leik og sagði þetta líkast til einn af betri leikjum liðsins í vetur. 

Benedikt hrósaði sínum nýja manni Þorvaldi Orra Árnasyni fyrir fína innkomu í sinn fyrsta leik en um leið uppljóstraði að Carlos Mateo framherji þeirra muni ekki spila meira með í vetur sökum slitinnar hásinar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert