Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var daufur dálkinn þegar blaðamaður náði í hann eftir hörmungartap hans manna gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld.
Lárus sagði allan kraft hafa skort hjá sínu liði og þegar þeir voru komnir einhverjum 30 stigum undir þá leið heimamönnum vel og það er lítið mál að skjóta boltanum á körfuna þegar manni líður vel.
Lárus hlóð ekki í neinar afsakanir eftir kvöldið heldur fór beint í aðalefni kvöldsins og sagði Njarðvíkinga hafa verið töluvert betri í kvöld.