Landsliðsmaðurinn frá vegna meiðsla

Jón Axel Guðmundsson leikur með Alicante.
Jón Axel Guðmundsson leikur með Alicante. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er meiddur og leikur ekki með Alicante í kvöld þegar lið hans sækir Caceres heim í spænsku B-deildinni.

Félag hans skýrði frá þessu á samfélagsmiðlum í dag og segir að ástæðan sé meiðsli sem hafi plagað hann undanfarna daga en eftir sé að fá nánari niðurstöðu í þau.

Jón Axel hefur verið í stóru hlutverki hjá Alicante í vetur en lið hans er í áttunda sæti af átján liðum í mjög jafnri og opinni deild þar sem Alicante er aðeins tveimur sigrum frá toppsætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert