Ármann upp í toppsætið

Ármann vann sannfærandi sigur á ÍR.
Ármann vann sannfærandi sigur á ÍR. mbl.is/Árni Sæberg

Ármann fór í gærkvöldi upp í toppsæti 1. deildar kvenna í körfubolta með ótrúlega sannfærandi 98:28-heimasigri á ÍR í Laugardalshöllinni.

Ármenningar unnu alla leikhlutana með afar sannfærandi hætti og risasigur í leiknum í leiðinni. Er Ármann nú með tólf stig, tveimur meira en KR sem á leik til góða. ÍR er stigalaust á botninum. 

Ingunn Erla Bjarnadóttir skoraði 19 stig og tók tíu fráköst fyrir Ármann og þær Jónína Karlsdóttir, Telma Bjarkadóttir og Fanney Ragnarsdóttir gerðu 14 stig hver.

Gabija Stuudzaite skoraði sex stig fyrir ÍR. Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir og Benedikta Fjóludóttir skoruðu fimm hvor.

Stöðuna í deildinni, úrslit og næstu leiki má nálgast með að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert