KR vann toppslaginn – ótrúleg spenna á toppnum

Dani Koljanin lék vel fyrir KR.
Dani Koljanin lék vel fyrir KR. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KR fór upp í toppsæti 1. deildar karla í körfubolta í gærkvöldi með útisigri gegn Fjölni, 94:87, í toppslag í Dalhúsum í Grafarvogi.

Er KR með fjórtán stig, eins og ÍR. Fjölnir, Þróttur úr Vogum og Sindri koma öll þar á eftir með tólf stig.

Úrslit, næstu leiki og stöðutöflu deildarinnar má nálgast með því að smella hér.

Leikir gærkvöldsins:

KR 94:87 Fjölnir

Dani Koljanin skoraði 22 stig og tók 14 fráköst fyrir KR. Troy Cracknell og Oddur Rúnar Kristjánsson bættu við 16 hvor. Lewis Diankulu gerði 30 stig og tók 14 fráköst fyrir Fjölni. Viktor Steffensen gerði 25 stig.

ÍR 77:71 Skallagrímur

Lamar Morgan skoraði 26 stig fyrir ÍR og Oscar Jørgensen 20 stig. Marinó Pálmason gerði 20 stig fyrir Skallagrím og Darius Banks bætti við 18 stigum og átta fráköstum.

Þróttur Vogum 103:96 Þór Akureyri

Magnús Már Traustason skoraði 24 stig og tók átta fráköst fyrir Þrótt og Tylin Lockett bætti við 21 stigi. Jason Gigliotti gerði 26 stig og tók ellefu fráköst fyrir Þór. Harrison Butler og Reynir Róbertsson komu næstir með 20 stig hvor.

Sindri 107:85 Hrunamenn

Samuel Prescott skoraði 30 stig fyrir Sindra og Luka Kralji bætti við 20 stigum. Chancellor Calhoun-Hunter skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Hrunamenn. Hringur Karlsson bætti við 19 stigum.

Snæfell 91:80 Selfoss

Jaeden King átti stórkostlegan leik fyrir Snæfell og skoraði 47 stig og tók fimmtán fráköst. Samuel Burt bætti við 16 stigum. Micheal Asante gerði 26 stig og tók 19 fráköst fyrir Selfoss. Birkir Hrafn Eyþórsson bætti við 19 stigum og 10 fráköstum.

ÍA 94:67 Ármann

Aamondae Coleman skoraði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir ÍA. Srdan Stojanovic gerði 16 stig og tók átta fráköst. Devaughn Jenkins skoraði 19 fyrir Ármann og Austin Magnús Bracey og Eyjólfur Halldórsson átta hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert