Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. Lebron James skoraði 22 stig gegn sínu gamla liði Cavaliers þegar Lakers vann 121:115.
Cavaliers byrjuðu leikinn betur og staðan var 40:35 þeim í hag eftir fyrsta leikhluta. Það munaði aðeins einu stigi á liðunum í hálfleik en Cavaliers voru enn með forystuna, 71:70. Þriðji leikhluti var hnífjafn þar sem bæði lið skoruðu 23 stig en Lakers voru betri í fjórða leikhluta og unnu leikinn 121:115.
Atkvæðamestur hjá hjá Lakers var Anthony Davies en hann skoraði 32 stig, tók 13 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Philadelphia 76ers höfðu betur gegn Oklahoma City Thunders í spennandi leik sem endaði 127:123. Joel Embiid og Chet Holmgren áttu báðir flotta leiki fyrir sín lið en Embiid skoraði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendinga og Holmgren skoraði 33 stig og tók sex fráköst.
Úrslit næturinnar í NBA:
Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 127:123
Miami Heat - Brooklyn Nets 97:112
Atlanta Hawks - Washington Wizards 136:108
Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 121:115
New Orleans Pelicans - Utah Jazz 100:105
Dallas Mavericks - LA Clippers 88:107