Færir sig um set á Suðurlandinu

José Medina í leik með Hamri gegn Álftanesi í byrjun …
José Medina í leik með Hamri gegn Álftanesi í byrjun mánaðarins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleikskappinn José Medina er genginn til liðs við Þór úr Þorlákshöfn en hann kemur til félagsins frá Hamar í Hveragerði.

Þetta tilkynntu Þórsarar á samfélagsmiðlum sínum en hann skoraði 12 stig, tók tvö fráköst og gaf sex stoðsendingar að meðaltali í sex leikjum með Hamri í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Þórsarar eru í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig eftir fyrstu átta umferðirnar en Hamar situr á botninum án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert