Mögnuð endurkoma

Giannis Antetokounmpo á fullri ferð í átt að körfu Portland …
Giannis Antetokounmpo á fullri ferð í átt að körfu Portland Trail Blazers í leiknum í nótt. AFP/Stacy Revere

Milwaukee Bucks átti ótrúlega endurkomu í nótt þegar liðið lagði Portland Trail Blazers að velli í NBA-deildinni í körfuknattleik, 108:102.

Milwaukee vann upp 26 stiga forskot Portland og Giannis Antetokounmpo skoraði körfuna sem gulltryggði sigurinn í lokin en hann skoraði samtals 33 stig, tók 16 fráköst, átti sex stoðsendingar og varði þrjú skot.

Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn og skoraði 39 stig, tók 11 fráköst og átti níu stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann San Antonio Spurs, 132:120.

Boston Celtics og Minnesota Timberwolves héldu áfram sigurgöngu sinni og eru áfram í toppsætum Austurdeildar og Vesturdeildar.

Úrslitin í nótt:

Milwaukee - Portland 108:102
Memphis - Minnesota 97:119
Orlando - Charlotte 130:117
New York - Phoenix 113:116
Boston - Atlanta 113:103
Cleveland - Toronto 105:102
Brooklyn - Chicago 118:109
Denver - San Antonio 132:120

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert