Pavel krækti í fyrrverandi liðsfélaga

Jacob Calloway í baráttunni í úrslitarimmunni árið 2022.
Jacob Calloway í baráttunni í úrslitarimmunni árið 2022. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jacob Colloway er genginn til liðs við Íslandsmeistara Tindastóls í körfuknattleik en hann kemur til félagsins frá Peja í Kósovó.

Þetta tilkynnti Tindastóll á samfélagsmiðlum sínum í dag en Colloway, sem er 27 ára gamall, þekkir vel til á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val tímabilið 2021-22.

Framherjinn skrifaði undir samning sem gildir út keppnistímabilið en hann og Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, voru samherjar á Hlíðarenda tímabilið 2021-22 og þekkjast því vel.

Tindastóll er með tíu stig í fimmta sæti deildarinnar eftir fyrstu átta umferðir tímabilsins en liðið hafði betur gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á Hlíðarenda síðasta vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert