Álftanes og Haukar skipta á leikmönnum

Daniel Love er genginn til liðs við Hauka.
Daniel Love er genginn til liðs við Hauka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleikskappinn Daniel Love er genginn til liðs við Hauka en hann kemur til félagsins frá Álftanesi.

Þetta tilkynnti Hafnarfjarðarfélagið á samfélagsmiðlum sínum en á sama tíma mun Ville Tahvanainen ganga til liðs við Álftanes frá Haukum.

Haukar eru í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar með 4 stig eftir fyrstu átta umferðirnar en Álftanes er í áttunda sætinu með 10 stig.

Ville Tahvanainen fer til Álftanes í staðinn.
Ville Tahvanainen fer til Álftanes í staðinn. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert