Langþráður sigur Íslandsmeistaranna

Doniyah Cliney sækir að Blikum á Hlíðarenda í kvöld.
Doniyah Cliney sækir að Blikum á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásta Júlía Grímsdóttir átti stórleik fyrir Íslandsmeistara Vals þegar liðið hafði betur gegn Breiðabliki í 10. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik á Hlíðarenda í kvöld.

Leiknum lauk með öruggum sigri Vals, 64:43, en Ásta Júlía skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valskonur leiddu með tveimur stigum í hálfleik, 25:23. 

Valskonur skoruðu 25 stig gegn tveimur stigum Breiðabliks í þriðja leikhluta og var leikurinn svo gott sem búinn að honum loknum.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 11 stig fyrir Val, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar en Sóllilja Bjarnadóttir var stigahæst hjá Breiðabliki með tíu stig, fjögur fráköst og eina stoðsendingu.

Valskonur, sem höfðu tapað tveimur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins, eru með 12 stig í fimmta sætinu en Breiðablik er með tvö stig í níunda sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert