Góð frammistaða á Spáni dugði ekki til

Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Axel Guðmundsson var næststigahæstur hjá Alicante þegar liðið tók á móti Forca Lleida í spænsku B-deildinni í körfuknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með fimm stiga sigri Forca Lleida, 79:74, en Jón Axel skoraði 13 stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 27 mínútum.

Alicante er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig, þremur stigum minna en topplið San Pablo Burgos eftir fyrstu tíu umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert