Elvar Már Friðriksson átti góðan leik fyrir PAOK þegar liðið tók á móti Benfica í G-riðli Meistaradeildar FIBA í körfuknattleik í Grikklandi í dag.
Leiknum lauk með naumum sigri PAOK, 76:74, en Elvar Már skoraði 3 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á þeim 23 mínútum sem hann lék.
PAOK er með 6 stig í efsta sæti riðilsins, tveimur stigum meira en Hapoel Jerúsalem sem er í öðru sætinu með 4 stig, en Hapoel Jerúsalem á leik til góða á PAOK.