Sara og félagar í útsláttarkeppnina

Sara Rún Hinriksdóttir.
Sara Rún Hinriksdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 5 stig fyrir Cadi La Seu þegar liðið hafði betur gegn Eleftheria frá Grikklandi í A-riðli Evrópubikarsins í körfuknattleik á Spáni i kvöld.

Leiknum lauk með 70:61-sigri Cadi La Seu en Sara Rún tók einnig eitt frákast og gaf eina stoðsendingu á þeim 12 mínútum sem hún lék.

Cadi La Seu hafnaði í efsta sæti riðilsins með 10 stig af 12 mögulegum og er komið áfram í 32-liða úrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert