Landsliðsmaðurinn slapp við leikbann

Ægir Þór Steinarsson í leik með Stjörnunni á tímabilinu.
Ægir Þór Steinarsson í leik með Stjörnunni á tímabilinu. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ægi Þór Steinarssyni, landsliðsmanni í körfuknattleik, verður ekki gert að taka út leikbann þrátt fyrir að hafa verið rekinn út úr húsi í leik Stjörnunnar og Hattar í úrvalsdeild karla í síðustu viku.

Ægir Þór fékk tvær tæknivillur í leiknum og var því útilokaður frá frekari þátttöku í honum.

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tók málið fyrir á fundi sínum í dag og úrskurðaði að Ægir Þór myndi sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leiknum en verði ekki gerð frekari refsing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert