Stórt tap í Belgíu

Styrmir Snær Þrastarson skoraði níu stig í gær.
Styrmir Snær Þrastarson skoraði níu stig í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Styrmir Snær Þrastarson átti fínan leik fyrir Belfius Mons þegar liðið heimsótti Spirou Charleroi í BNXT-deildinni í körfuknattleik, sameiginlegri efstu deild Belgíu og Hollands, í Belgíu í gær.

Leiknum lauk með stórsigri Spirou Charleroi, 85:58, en Styrmir Snær skoraði níu stig, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu á 22 mínútum fyrir Belfius Mons.

Belfius Mons er í tíunda sæti B-riðils deildarinnar en liðin í 1.-5. sæti í báðum riðlunum fara í úrslitakeppni deildarinnar á meðan liðin í 6.-11. sætinu fara í keppni í neðri hlutanum þar sem þrjú sæti í úrslitakeppninni eru undir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert