Bandaríska körfuknattleikskonan Tynice Martin hefur yfirgefið herbúðir úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Martin, sem er 26 ára gömul, gekk til liðs við Njarðvíkur fyrir yfirstandandi tímabil.
Martin var dæmd í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í garð fyrrverandi kærustu sinnar árið 2019 og var koma hennar til landsins gagnrýnd innan körfuboltasamfélagsins.
„Njarðvík óskar leikmanninum alls hins besta í komandi störfum,“ segir meðal annars í tilkynningu Njarðvíkinga.
Njarðvík er með 14 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir fyrstu 10. umferðirnar, fjórum stigum minna en topplið Keflavíkur.