Nýliðar Álftaness eru með montréttinn í Garðabæ eftir að hafa unnið sterkan útisigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni, 90:84, í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld en þetta er í fyrsta skipti sem tvö lið úr Garðabæ mætast í deildinni.
Álftanes fór með sigrinum upp í tólf stig og er eitt fjögurra liða sem er tveimur stigum á eftir toppliði Njarðvíkur. Stjarnan er eitt þriggja liða þar á eftir með tíu stig.
Var mikið jafnræði með liðunum framan af og staðan 17:17 eftir fyrsta leikhlutann. Stjarnan var sterkari í öðrum leikhluta og fór með 40:34-forskot í hálfleik.
Álftanes vann þriðja leikhlutann 27:26 og með glæsilegri vörn tókst Álftanesi að jafna fyrir leikslok, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 75:75 og því varð að framlengja.
Álftnesingar reyndust að lokum sterkari í framlengingunni og fögnuðu sex stiga sigri.
Ville Tahvanainen var stigahæstur hjá Álftanesi með 21 stig og Douglas Wilson bætti við 19 stigum og fjórtán fráköstum.
James Ellisor gerði 20 stig fyrir Stjörnuna og Ægir Þór Steinarsson gerði 18 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar.