Frítt inn þegar sú besta verður heiðruð

Helena Sverrisdóttir lauk ferlinum þar sem hann byrjaði, með Haukum.
Helena Sverrisdóttir lauk ferlinum þar sem hann byrjaði, með Haukum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frítt verður inn þegar Valur og Haukar eigast við í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á morgun klukkan 18, til að heiðra Helenu Sverrisdóttur.

Helena lagði skóna á hilluna á dögunum vegna meiðsla, en hún er af flestum talin besta körfuknattleikskona Íslandssögunnar.

Varð hún leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins er hún lék sinn síðasta landsleik gegn Tyrklandi á dögunum.

Er viðeigandi að hún verði kvödd fyrir framan stuðningsmenn Vals og Hauka, en hún varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2006 og 2007 og 2018 og með Val 2019 og 2021. Þá varð hún einnig samtals fimm sinnum bikarmeistari með báðum liðum. 

Helena Sverrisdóttir var einnig sigursæl hjá Val.
Helena Sverrisdóttir var einnig sigursæl hjá Val. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert