Haukar unnu nauman þriggja stiga sigur á Val, 71:68, í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í Ólafssal í kvöld.
Með sigrinum er Haukaliðið í fimmta sæti með 12 stig en Valur er einnig með 12 stig en í sjöunda.
Haukar voru sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 23:16, og átta yfir í hálfleik, 40:32.
Þriðji leikhluti var allur Valskvenna sem komust yfir 54:52 en að lokum var Haukaliðið sterkara og vann leikinn.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir var atvkæðamest í liði Hauka en hún skoraði 22 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hjá Val var Ásta Júlía Grímsdóttir atlvæðamest með 15 stig, tíu fráköst og eina stoðsendingu.
Þór Akureyri vann þá góðan sigur á Fjölni, 85:75, á Akureyri í dag.
Þór var 13 stigum yfir í hálfleik, 45:32, og hélt forystunni út leikinn.
Madison Sutton var atkvæðamest hjá Þór með 23 stig, 15 fráköst og fjórar stoðsendingar. Hjá Fjölni var Korinne Campbell atkvæðamest með 24 stig, 12 fráköst og eitt frákast.
Þór er í sjötta sæti með 12 stig en Fjölnir í áttunda með sex.