Þrátt fyrir stórleik Styrmis Snæs Þrastarsonar tapaði Belfius Mons með tíu stigum fyrir Limburg, 69:59, í BNXT-deildinni í körfuknattleik, sameiginlegri efstu deild Belgíu og Hollands, í Belgíu í dag.
Styrmir Snær var stigahæstur allra með 24 stig en hann tók einnig átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 27 mínútum.
Belfius er í næstneðsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir 11 leiki.