Grindvíkingar í annað sætið

Danielle Rodriguez sækir að leikmönnum Snæfells í Smáranum í dag.
Danielle Rodriguez sækir að leikmönnum Snæfells í Smáranum í dag. mbl.is/Arnþór

Eve Braslis var stigahæst hjá Grindavík þegar liðið tók á móti Snæfelli í 11. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í dag.

Leiknum lauk með öruggum sigri Grindavíkur, 96:66, en Braslis skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu í leiknum.

Grindavíkingar byrjuðu leikinn af krafti, leiddu 28:14 eftir fyrsta leikhluta og voru með 22 stiga forskot í hálfleik, 50:28. 

Grindavík skoraði 25 stig gegn 14 stigum Snæfells í þriðja leikhluta og leikurinn svo gott sem búinn eftir það.

Hulda Björk Ólafsdóttir skoraði 19 stig fyrir Grindavík, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu en Shawnta Shaw var langstigahæst hjá Snæfell með 31 stig, 12 fráköst og níu stoðsendingar.

Grindavík er með 16 stig í öðru sæti deildarinnar en Snæfell er á botninum án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert