Jana Falsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík þegar liðið heimsótti Breiðablik í 11. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Smárann í Kópavogi í dag.
Leiknum lauk með stórsigri Njarðvíkur, 92:63, en Jana skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu í leiknum.
Leikurinn var aldrei spennandi en Njarðvík leiddi 30:12 eftir fyrsta leikhluta og 48:30 í hálfleik.
Njarðvík skoraði 28 stig gegn 20 stigum Breiðabliks í þriðja leikhluta og leiddi 76:50 að honum loknum. Breiðablik tókst ekki að snúa leiknum sér í vil í fjórða leikhluta.
Emilie Hesseldal skoraði 15 stig fyrir Njarðvík, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar en Brooklyn Pannell var stigahæst hjá Breiðabliki með 21 stig, eitt frákast og eina stoðsendingu.
Njarðvík er með 16 stig í öðru sæti deildarinnar en Breiðablik er með tvö stig í níunda sætinu.