Sara drjúg í sigri

Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik.
Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik. mbl.is/Óttar Geirsson

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur í Cadi La Seu unnu góðan 17 stiga heimasigur á Bermbibre, 84:67, í efstu deild Spánar í körfuknattleik í gær. 

Sara lék tólf mínútur og á þeim skoraði hún tíu sig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu. 

Cadi La Seu er í áttunda sæti deildarinnar með fjóra sigra og sex töp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert