Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti frábæran leik fyrir PAOK þegar liðið hafði betur gegn Kolossos Rhodes, í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.
Elvar Már náði tvöfaldri tvennu er hann skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar ásamt því að taka þrjú fráköst.
Með sigrinum fór PAOK upp í fjórða sæti deildarinnar þar sem liðið er með tíu stig eftir níu leiki, átta stigum á eftir toppliði Panathinaikos sem er með fullt hús stiga.