Indiana í undanúrslit á kostnað Boston

Tyrese Haliburton átti sannkallaðan stórleik í nótt.
Tyrese Haliburton átti sannkallaðan stórleik í nótt. AFP/Dylan Buell

Tyrese Haliburton var stigahæstur hjá Indiana Pacers þegar liðið hafði betur gegn Boston Celtics í 8-liða úrslitum deildabikars NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Indiana í nótt.

Leiknum lauk með tíu stiga sigri Indiana, 122:112, en Haliburton skoraði 26 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar fyrir Indiana.

Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 32 stig, 12 fráköst og sex stoðsendingar.

Þá hafði New Orleans Pelicans betur gegn Sacramento Kings í hinum leik 8-liða úrslitanna í Sacramento, 127:117, þar sem Brandon Ingram var stigahæstur hjá New Orleans með 30 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Indiana – Boston 122:112
Sacramento – New Orleans 127

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert