Stjarnan áfram á sigurbraut

Katarzyna Trzeciak lék mjög vel með Stjörnunni í kvöld.
Katarzyna Trzeciak lék mjög vel með Stjörnunni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjörnukonur eru áfram í efri hluta úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik eftir sigur á Fjölni í Grafarvogi í kvöld, 72:66.

Stjarnan er komin með 16 stig í fjórða sætinu en Fjölnir situr áfram í áttunda sæti með 6 stig.

Leikurinn var hnífjafn lengi vel og Fjölnir var yfir í hálfleik, 38:37. Stjarnan náði undirtökunum í þriðja leikhluta, náði þá mest fjórtán stiga forystu, og Fjölnir náði mest að minnka þann mun niður í sex stig í fjórða leikhluta.

Katarzyna Trzeciak skoraði 31 stig fyrir Stjörnuna, Ísold Sævarsdóttir og Denia Davis-Stewart 12 stig hvor. 

Korrinne Campbell skoraði 27 stig fyrir Fjölni og tók 10 fráköst og Raquel Laneiro var með 20 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert