Stórsigur Grindvíkinga á Hlíðarenda

Stjörnukonan Danielle Rodriguez reynir að komast fram hjá Valskonunni Dagbjörtu …
Stjörnukonan Danielle Rodriguez reynir að komast fram hjá Valskonunni Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavíkurkonur voru í banastuði á Hlíðarenda í kvöld þegar þær unnu þar stóran og sannfærandi sigur á Val í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, 93:72.

Grindavík er þá komin með 18 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Keflvíkingum. Valskonur sitja eftir í sjöunda sæti með aðeins 12 stig.

Staðan í hálfleik var 47:33, Grindavík í hag og staðan var orðin 70:50 eftir þriðja leikhluta.

Hulda Björk Ólafsdóttir fyrirliði Grindvíkinga skoraði 18 stig, Danielle Rodriguez 16 og Eve Braslis 14 stig.

Hildur Björg Kjartansdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir skoruðu 18 stig hvor fyrir Val og Guðbjörg Sverrisdóttir 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert