Þór frá Akureyri vann í kvöld stórsigur á Snæfelli í Stykkishólmi, 98:65, í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik.
Bæði lið eru nýliðar í deildinni en gengi þeirra er ólíkt. Þór er nú í fimmta sætinu með 14 stig en Snæfell situr á botninum og hefur tapað öllum sínum leikjum.
Snæfell var yfir eftir fyrsta leikhluta, 17:10, en Þór sneri leiknum sér í hag með því að vinna annan leikhluta 31:10 og síðan þann þriðja 32:16.
Lore Devos skoraði 37 stig fyrir Þór, tók 10 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Hrefna Ottósdóttir skoraði 17 stig.
Jasmina Jones og Shawnta Shaw skoruðu 16 stig hvor fyrir Snæfell.