Stórstjörnurnar stjórnuðu ferðinni

LeBron James fór mikinn í nótt.
LeBron James fór mikinn í nótt. AFP/Ronald Martinez

Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildabikarsins í körfuknattleik.

Lebron James skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar fyrir LA Lakers þegar liðið hafði betur gegn Phoenix Suns á heimavelli, 106:103, en Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir Phoenix.

Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir Milwaukee þegar liðið hafði betur gegn New York Knicks á heimavelli, 146:122, en Antetokounmpo skoraði 35 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Milwaukee tekur á móti Indiana Pacers í undanúrslitum þann 7. desember og Los Angeles Lakers fær New Orleans Pelicans í heimsókn í hinu undanúrslitaeinvíginu þann 8. desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert