Lakers og Indiana í úrslit

LeBron James skoraði 30 stig í stórsigri í nótt.
LeBron James skoraði 30 stig í stórsigri í nótt. AFP/Ethan Miller

LA Lakers og Indiana Pacers tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleik deildabikars NBA-deildarinnar í körfuknattleik með góðum sigrum í undanúrslitunum.

Lakers mætti New Orleans Pelicans og vann gífurlega öruggan sigur, 133:89.

LeBron James átti stórleik fyrir Lakers og var lang stigahæstur í leiknum með 30 stig. Þá tók hann fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Anthony Davis bætti við 16 stigum, 15 fráköstum og fimm stoðsendingum.

Indiana mætti Milwaukee Bucks og hafði betur, 128:119.

Tyrese Haliburton fór á kostum í liði Indiana er hann skoraði 27 stig, tók sjö fráköst og gaf 15 stoðsendingar.

Myles Turner bætti við 26 stigum og tók tíu fráköst.

Stigahæstur í leiknum var hins vegar gríska undrið Giannis Antetokounmpo með 37 stig og tíu fráköst fyrir Milwaukee.

Damian Lillard bætti við 24 stigum, sjö fráköstum og sjö stoðsendingum.

Lakers og Indiana mætast í úrslitum annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert