Misstu toppsætið eftir mikla spennu

Orri Gunnarsson leikur með Swans Gmunden í Austurríki.
Orri Gunnarsson leikur með Swans Gmunden í Austurríki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orri Gunnarsson landsliðsmaður í körfuknattleik og félagar hans í Swans Gmunden misstu toppsætið í austurrísku A-deildinni í kvöld þegar þeir töpuðu fyrir Kapfenberg Bulls í æsispennandi leik á útivelli, 99:97.

Orri spilaði í 26 mínútur og skoraði 14 stig, tók tvö fráköst og átti tvær stoðsendingar.

Swans beið sinn þriðja ósigur í fyrstu ellefu umferðum deildarinnar en liðið er nú í öðru sæti með 16 stig. Klosterneuburg Dukes náði efsta sætinu með sigri í kvöld og er með 18 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert