Þetta var hauskúpuframmistaða

Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga var dapur í bragði þegar mbl.is ræddi við hann eftir skellinn gegn Keflavík í úrvalsdeild karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld.

„Þetta var hauskúpuframmistaða," sagði Benedikt og kvaðst vera ógeðslega svekktur yfir frammistöðu sinna manna. Bandaríkjamaðurinn Remy Martin hefði reyndar verið svakalegur í liði Keflvíkinga og verið með hreina sýningu á köflum.

Viðtalið við Benedikt má sjá í spilaranum.

Benedikt Guðmundsson er þjálfari Njarðvíkinga.
Benedikt Guðmundsson er þjálfari Njarðvíkinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert