Íslenski körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson lék vel í dag er lið hans Alicante tapaði naumlega fyrir toppliði San Pablo Burgos 98:95.
Jón Axel lék 31 mínútu í dag og skilaði 18 stigum, náði fimm fráköstum og gaf sjö stoðsendingar. Alicante situr í fimmta sæti spænsku B-deildinni í körfuknattleik með 19 stig eftir 12 leiki, en topplið San Pablo Burgos er með 23 sæti og hefur einungis tapað einum leik á tímabilinu.
San Pablo Burgos byrjaði leikinn betur og var staðan í hálfleik 52:36. Alicante-menn mættu þó sterkir til leiks í seinni hálfleiknum og skoruðu fleiri stig í báðum leikhlutunum eftir hálfleikshléið. Það dugði þó ekki til og að lokum vann San Pablo Burgos leikinn með þremur stigum.